Nú þegar flugfélögin eru búin að auglýsa hvert á fætur öðru, virðist mér sem MCC er komið sem almenn krafa hjá þeim. Margir hafa verið að tala um á rampinum að 100 tímar á ME sé einnig eitthvað sem félögin séu að sækjast í og allir verða að vera með til að eiga möguleika á vinnu. Núna er ég ekki alveg viss, en ég held að félögin hafi ekki krafist 100 tíma á ME í nýafstöðnum ráðningum.

Þess vegna spyr ég ykkur. Eru +100 tímar á ME eitthvað sem maður verður að vera með til að vera “current” í atvinnuumsók eða er nóg að vera bara með +500 tíma, þá væntanlega bara á single engine.