Tekið af mbl.is

Erlent | 4.2.2004 | 16:35
Lengsta áætlunarflug í heimi


Þota af gerðinni Airbus 340-500 sem er sömu gerðar og þota Singapore Airlines.

Singapore Airlines hóf í gær lengsta áætlunarflug í heimi. Það er flug frá Singapore til Los Angeles í Bandaríkjunum. Flugferðin tekur 16 klukkustundir og er ekki millilent á leiðinni. Þá hyggst flugfélagið hefja áætlunarflug frá Singapore til New York í júní, en það flug tekur 18 klukkustundir. Tvær áhafnir, sem skiptast á, verða í hverri flugvél.
Þotan sem Singapore Airlines notar á þessum lögnu leiðum eru af gerðinni g Airbus 340-500. Vegalengdin frá Singapore til Los Angeles er 14.100 km. Sætið kostar frá 70 þúsund íslenskum krónum og upp í 700 þúsund krónur.
Eins og áður segir verða tvær áhafnir í hverri vél og skipta tvisvar á leiðinni. Fyrri áhöfnin er við störf fyrsta fjórðunginn af leiðinni og síðan tekur sú næsta við og síðan koll af kolli.



Mikil óskup hlýtur þetta vera mikil leiðindi að hanga í litla 16 tíma og gjörsamlega bilast!
700.000 kall!…guð minn góður!….fyrir þennan seðil mundi maður ekki einu sinni fá einn stuttan frá öllum freyjunum í þessu flugi!
Og lægsta gjaldið er 70.000 kall…og það er kannski fyrir að horfa á!

Fjandinn…en vonandi þarf ekki supersonic flugið að vera svona dýrt í framtíðinni.