Góðan daginn og gleðilegt ár.
Ég var að fá Piper Chieftain vél í FS og einnig Piper Navajo. Vandamálið er það að Chieftain vélin er svo svakalega lengi á loft. Henni endast engar brautir hér á landi nema í Keflavík.
Annað vandamál er það að þegar þær eru komnar í fluglag 70-80 þá ganga mótorarnir bara hægagang og þær komast varla úr sporinu.
Veit einhver hvort hægt er að stilla þetta, sérstaklega flughæðina. Það er svo pirrandi að vera í hámarks mögulegri hæð inn í miðjum skýjum eða vera rétt yfir fjallatoppum.
Kv. Vari.