Sæll JReykdal,
Ég er búinn að kynna mér efni greinarinnar á <a href="
http://malefnin.com/ib/index.php?showtopic=3782">Málefni.com</a> og þar er merkilega margt sem er samhljóma því sem ég sagði í minni grein. Sjaldan lýgur almanna rómur…
Ég veit ekki hvort þú hefur tekið eftir því, en það er ekki vanin á síðum eins og Huga.is að maður sé að færa sannanir á það sem sagt er. Því miður er það þannig að sumt er logið og ósatt, en það hlýtur að vera metnaður þeirra, sem vilja láta taka sig trúanlega, að segja sem sannast frá! Eða hvað? Ég hef ekkert samviskubit yfir því sem ég skrifaði, enda lagði ég upp úr því að setja aðeins niður staðreyndir, sem ég hafði vissu fyrir um að væru réttar, en tjáði mig t.d. ekkert um ástæður þess að forstjóri IEX var látin af þar sem mér þótti það viðkæmara efni en bág staða félagsins - og skipti í raun minna máli. Hvað sannanir um þetta allt varðar að þá bendi ég á bókhald félagsins - það sýnir glögglega það sem er aðal málið - tapið hjá IEX. Tíminn mun líka skera úr um þetta :)
En gott og blessað, þú eyddir greininni út - mér er svo sem alveg sama, eini tilgangurinn með því að setja hana hérna inn var að blása lífi í annars daufan vef. Annað sem mér finnst verra er sú ritskoðun sem hér átti sér stað - ég tel mig vera ábyrgan fyrir því sem ég skrifa og ég tel mig full færan um að ákveða hvað ég tel vera eðlilegt og innan siðgæðismarka og hvað ekki. Ef menn eru í einhverjum vafa um það er alveg spurning hvort eigi að leyfa manni að senda inn greina eða skrifa nokkuð yfir höfuð?!
deTrix