Fólk verður að fara varlega í að taka mark á sjónvarpsþáttum sem fjalla um flugvélar og flugslys. Ég hef séð nokkra og var oft talað niður til Airbus og sýndar endalausar myndir af A320 fljuga inn í skó eftir misheppnað yfirflug. Og hellingur af heimilismyndböndum sem sýna Airbus í bardaga við flugmanninn um stjórn á vélinni. Þessir þættir eru oft Bandarískir og eins og við vitum geta yfirvöld þarna vestanhafs haft mikil áhrif á það efni sem nær til áhorfenda. Boeing er bandaríst fyrirtæki og það er því hagur Bandaríkjamanna að fólki líki illa við Airbus.
Eins og ég sagði fyrr er Fly-By-Wire bara tölvubúnaður sem flytur boð frá stjórntækjum flugmanna út í vængi og stél. (Sem sagt engir vírar eða vökvar.) Boðin fara í gegn um tölvu sem ákveður hvort þau séu innan réttra marka (The Flight Envelope Protection). Airbus leyfir flugmanninum ekki að fara út fyrir það.
Það er rétt sem Ipfreely segir að 777 er búinn FBW, og einnig allar nýjar tegundir frá Boeing, svo sem 717. (veit ekki með 737-700 800 og 900) Þetta er svolítið fyndið því að þegar Airbus kom fyrst með þetta þá sögðu Boeing menn að þetta væri fáránlegt og myndi aldrei ganga.
Hérna er grein um muninn á FBW hjá Boeing og Airbus:
http://seattlepi.nwsource.com/business/boe202.shtmlÞess má geta að tæknin er ekki ný. Hún hefur verið í oristuþotum fá sjötta áratuginum t.d. F16. Það var líka hugmynd að hafa hana í Concorde.