Bóklegu prófin eru m.a. notuð til að komast að því hvort viðkomandi getur lesið. Það er satt að það sem er í daglegu tali kallað ,,lesblinda“ er oftast nær ekki lesblinda,heldur er um að ræða fólk sem er með skerta getu í lestri, mjög hægir lesarar og almennir námsörðugleikar eru þar oft tilefni til þeirrar greiningar sem fer fram í grunnskólakerfinu. Það fólk sem er ,,lesblint” á í erfiðleikum með að greina tákn, umtúlka tákn skulum við segja (coding/decoding) og er þar um líffræðilega ástæðu í heila að ræða. En þetta er sem sagt á ,,gráu“ svæði, hvorki er tekið á þessu í medicalinu né í raun annars staðar og það er því um að ræða að námið sjálft, aðallega að fljúga og standast bóklegt nám og próf sem úrslitum ræður. Ekki eru samt gefnar undanþágur á tímalengd prófa eða annað slíkt vegna svokallaðrar ,,lesblindu”.