Spjótið er inntak fyrir pitot kerfið til að fá ótruflað loftflæði í prófunum.
Svo er Honda líka í samvinnu við Continental að prófa 4 cyl 200 hp vatnskældan mótor fyrir litlar flugvélar.
Þessi mótor er tölvustýrður og gerður fyrir venjulegt blýlaust bensín þar sem avgas er á útleið, ekki kannski á næstu dögum en það mun gerast. Þessi mótor er með 4 yfirliggjandi knastásum, FADEC, single lever operation, og er sagður vera algjör bylting hvað rekstrarkostnað varðar frá því sem nú er.
Það er nú kominn tími til að þróunin í þessum mótorum komist á svipað plan og í bílum og mótorhjólum, þar sem flugvélamótorar (piston) hafa lítið sem ekkert breyst í 50 ár.