Gæti verið að þetta væru vélarnar sem ég var að tala um. Samt er ég ekki alveg sannfærður. Ég hef tekið eftir því að þær taka iðulega á loft yfir skerjafjörðinn og klifra hratt og beygja alltaf skarpt í vestur nánast strax eftir flugtak. Passar þetta við lýsinguna? Mér finnst einsog þetta sé ein vél sem kemru hérna reglulega. Annars hefði ég annað að gera og sá hana bara endrum og sinnum út undan mér í sumar, hef bara séð hana einusinni síðan ég hætti að geta fylgst með í lok ágúst.
Svona til gamans geta, ef rauð toyota og nokkrar vinnuvélar fóru í taugarnar á einhverjum í sumar skal ég svara til saka, þó sérstaklega varðandi toyotuna.
Eitt enn. Mér leikur forvitni á að vita hvað hver hluti af ILS kerfinu á jörðinni gerir (þ.e. stóru netin við brautarendana og möstrin við hlið brautana) og hvers vegna þau eru svona viðkvæm fyrir umferð þar í kring.