Var að skoða link-inn sem var gefin. Ég verð að vara viðkomandi stórlega við að gleypa þetta hrátt. Þarna er ekkert talað um línuþjálfun. Línuþjálfun er það að fljúga á áætlunarleiðum einhvers flugfélags í ákveðin tíma. Skv. JAR þarf maður sem er að byrja á einhverri flugvél sem þarfnast tveggja flugmanna (Multi-crew) að minnsta kosti 40 leggi undir handleiðslu þjálfunarflugsstjóra. Það er línuþjálfun. Sex lendingar eru ekki línuþjálfun!
Næsta “vandamál” sem ég rakst á við yfirlesturinn er að þetta er skóli í Bandaríkjunum. Vegna þess að skólinn er þar, þá hefur hann ekki nauðsynlega (reyndar mjög ólíklegt) TRTO leyfi. TRTO stendur fyrir Type Rating Training Organization, og er hugtak sem búið var til í JAR-num til að lýsa aðstöðu, og eða búnaði sem skólar sem kenna til tegundarréttinda á fjölstjórna flugvélar þurfa að hafa. Í JAR-num er alveg morgunljóst, að menn sem taka tegundarréttindi í skólum sem ekki hafa TRTO leyfi frá JAR, fá slíkar áritanir ekki í skírteinið sitt. Og þannig er þetta hérna heima, ef þú tekur áritun í USA, þá færðu ekkert í skírteinið þar sem þannig þjálfun uppfyllir ekki skilyrði. FMS virðist þó ekkert hafa á móti því að fullgilda skírteini útlendinga sem læra í þessum sömu skólum, og ættu þess vegna að vera stórhættulegir, en ef íslendingur reynir að fá svona áritun í skírteinið sitt, þá er hlegið að honum! Suma hluti er bara erfitt að útskýra. Í stuttu máli, þá færðu áritunina ekki í skírteinið þitt af því að skólinn er í Bandaríkjunum.
Þriðja atriðið sem vert er að minnast á er, að ég gat ekki betur séð en þessi þjálfun væri á 737-200. Það þarf að vera alveg ljóst að 737 er ekki nauðsynlega 737!
-200 þjálfun á voðalega lítið skilt við -300 til -500 þjálfun. -200 er orðin úrelt nú til dags, og notuð af flugfélögum í Afríku, Suður-Ameríku og Ryanair. Ef menn eru að spá í að kaupa sér þjálfun, gleymið öllu sem heitir -200. Þið fáið ekki vinnu á því farartæki nema á fyrrnefndum stöðum, og þá ekki einusinni hjá Ryanair því þeir eru núna að leita að mönnum með 737NG tékka.