Sælt veri fólkið. Þannig var nú mál með vexti að þegar vélin var að hefja flugtaksbrun þá kveiknaði viðvörunarljós um óeðlilegan hita á salerni vélarinar. Farþegum var því komið í gistingu á Ísafirði og vélin skoðuð gaumgæfilega. Að skoðun lokinni var henni flogið án farþega, um kvölmatarleytið, suður til Reykjavíkur, í samráði við flugvirkja. Farþegarnir eru enn á Ísafirði þar sem ekkert hefur verið flogið í dag. Ekki auðveldasta aðflugið á Ísafirði heldur.
Ekki myndi ég bjóða í það að ef flugvél myndi bila þannig að hún gæti ekki lent. Frekar óþægilegt örugglega.
Kær kveðja.