Sælir,
Sem byrjandi myndi skaltu ekkert vera að spá í back-course aðflugum.
Hugmyndin bakvið þau er sú að aðflugsgeisli sem er notaður fyrir aðflug að einni braut, flæðir aftur fyrir sig og gerir það verkum að ILS geisli sem er settur upp fyrir t.d. braut 36 sendir geisla aftur fyrir sig sem gerir þá (back-course) aðflug mögulegt inn á braut 18.
(Þetta hljómar kannski flókið, en er einfaldara í praksis!)
En þegar þú ert að fljúga back-course ILS, snýst allt við, sem gerir aðflugið flókið, t.d. ef nálin fer til hægri þarftu að beygja til vinstri og ef hún fer upp þarftu að lækka þig!
Back-course aðflug eru almennt lítið notuð.
Takkinn fyrir það gerir sjálfstýringunni kleift að fljúga aðflugið.