Hvernig er best að læra flug?
Ég hef lengi verið með þá áætlun að læra að fljúga og nú er komið að því. Það sem ég er að spá er hvernig er best að snúa mér í þessu, hvar er best læra og hverning er hægt að gera þetta á sem ódýrastan hátt? Ég hef bara áhuga á því að taka einkaflugmanninn og hef engin plön með frekara nám eftir það. Ég veit af Flugskóla Íslands sem býður þennan pakka á kr. 692.948,- og Flugsýn býður sama pakka á kr. 591.000,- er ekki örugglega það sama í báðum pökkum? Ég veit einnig að Flugskóli Íslands er með Cessna vélar og Flugsýn með Cherokee, skiptir það máli? Þessi tími með kennara fyrir og eftir flug sem maður þarf að borga aukalega fyrir, er þetta aðferð til að plokka af manni pening? Hvað kostar pakkinn raunverulega? Hvaða möguleikar aðrir eru í stöðunni? Taka skal fram að ég veit að ódýrasta leiðin er ekkert endilega sú rétta, þannig að endilega gefið mér alla möguleika. Með von um mörg svör:-)