Hvad finnst monnum um flugin sem flugfelag islands er byrjad a, beint til keflavikur fra egilstodum og akureyri? Er kannski innanlandsflugid ad byrja ad faerast fra RVK til KEF eda er tetta bara aukning vid tad sem fyrir er?
Þetta er held ég eingöngu gert til að þjónusta landsbyggðina. Þegar fólk út á landi þarf að fara til útlanda þarf það að koma sér til Reykjavíkur, og þaðan til Keflavíkur.
Með þessu er hægt að bjóða farþegum sem búa út á landi ferð, beint til Keflavíkur því að það hefur nákvæmlega ekkert að gera til Reykjavíkur.
Ég spyr hins vegar, verður vélinni flogið beint til Reykjavíkur tómri, eða fer hún sama hring til baka?
Þetta flug er flogið tvisvar í viku, á fimmtudögum og sunnudögum á Metro vélum(19 sæta). Vélin fer frá AEY klukkan 11:00 til EGS þaðan sem hún fer svo til KEF og bíður. Brottför þaðan er klukkan 17:10 þá fer hún aftur til EGS og endar svo á AEY.
Þetta flug er einungis viðbót við núverandi innanlandsflug og meira hugsað sem þjónusta við verktaka sem eru að vinna fyrir austan og hafa verið að spyrjast eftir beinum flugum til KEF. Ástæðan fyrir því að AEY er inn í þessu er sú að Metro vélarnar eru staðsettar þar, þannig að AEY-EGS flugin eru hrein aukaflug.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..