Það er alveg ljóst að Type Rating án þess að vera með línuþjálfun er nánast einskis virði. Nánast ekkert flugfélag tekur menn inn nema línuþjálfuninn sé búin!
Annað sem þeir sem eru að pæla í kaupa sér tékkinn án þess að fá línuþjálfun þurfa að hugsa um, er hvað gerist þegar þeir eru búnir að punga út 2.5 kúlum. Flestir sem eru að kaupa tékka eru menn með tiltölulega litla reynslu, kannski í kringum 1000 tíma og þaðan af minna og með sáralitla reynslu í blindflugi. Menn taka prófið í kassanum, fara í lendingarnar og fá áritunina í skírteinið. Þar sem ekkert flugfélag vill menn án línuþjálfunar gengur illa að fá vinnu, og það geta liðið margir mánuðir þar til einhvað félag bíður viðkomandi samning (ef það gerist). Þegar einhver er að byrja í vinnu hjá flugfélagi þarf að fara í OPC (company PFT) í kassanum. Reynslu litlir menn með enga reynslu á vélina ef undan er skilinn kassinn kannski 6-8 mánuðum fyrr, verða í verulegum vandræðum! OPC er EKKI flugkennsla! Annað hvort getur þú þetta í fystu tilraun eða ekki. Ef þetta gengur ekki, þá er bara talað við næsta mann og svo koll af kolli. Afsakanir með það að þú hafir nú ekki flogið vélinni í 6-8 mánuði eru einfaldlega ekki teknar gildar. Mjög reyndir menn sem eru aðeins riðgaðir, fá KANNSKI séns ef lítið er að hafa á markaðnum. Og það eru fordæmi fyrir svona atvikum hjá mönnum sem hafa keypt tékkinn hjá ákveðnum flugskóla hér í bæ.
Ég veit að það þýðir lítið að hamra á þessu en ég ætla samt að gera það. Í guðanna bænum, hættið að kaupa tékka! Þið eruð bara að skjóta ykkur í lappirnar með því. EF enginn kaupir tékk, hvað ætla flugfélögin að gera?? Hætta að fljúga? I don´t think so!!