Apache,
Ég held að það væri bara enginn skaði þó að Atlanta flytti úr landi. Þetta fyrirtæki stendur ekki í skilum með launatengd gjöld af megninu af starfsfólki sínu, og ekki held ég að það skili miklum öðrum sköttum til þjóðfélagsins þar sem reksturinn hefur gengið brösulega undanfarin ár. Það sést best á því að þegar Búnaðarbankinn “keypti” hlut á fyrirtækinu, þá voru þeir eingöngu að breyta skuldum í hlutafé. Og þegar Magnús kom inn í vor, þá var það hlutafjár aukning. Þannig get ég ekki séð að það sé þjóðfélaginu til tjóns að þeir fari einhvað annað!
Og að það sé íslenskum flugmönnum til tjóns að þeir fari einhvað annað…….Þvílíkt bull!! Heyrst hefur að segja eigi öllum flugmönnum FFF hjá Atlanta upp og bjóða þeim endurráðningu á ACE! Ég held að það sé engum greiði gerður með því að vera á 175 dollurum á dag, án fríja, án veikindadaga og með viku í uppsagnarfrest! Auk þess sem þeir sem vilja eiga sjéns á vinnu hjá þeim þurfa að borga tékkinn sinn sjálfir og fara beint á þessi hrikalega góðu kjör. Sérðu sjálfan þig standa undir afborgunum á láni upp á 2.5 millur + allar aðrar skuldir sem þú ert með á bakinu þegar þú ert með um 180.000 kr. í mánaðarlaun? Nei, ég held að það væri íslenskum flugmönnum til góðs að þetta fyrirtæki færi einhvað annað.