Góðan daginn.. enn og aftur er ég, yngvi, farinn að skrifa hérna, og oftar en ekki um flugskóla - tja já þið verðið að viðurkenna að ég er oggu spes.

En allaveganna, ég hef mikið mikið mikið verið að pæla undanfarna daga hvaða flugskóla ég á að fara í. Það standa tveir svona helst uppúr og eru það <b>Geirfugl</b> og <b>Flugsýn</b>.

Það er þannig mál með vexti að ég er búinn að vera að skoða þetta áhugamál, tala við flugmenn á ircinu og svona og þeir mæla flestir með Geirfugli/Flugsýn því að vélarnar þar séu svo skemmtilegar.

En um daginn þá var sagt hérna á korknum að ef maður myndi læra hjá Flugsýn gæti maður lent í því að Sýslumaðurinn í Reykjavík væri búinn að innsigla skrifstofuna, því að reksturinn sé ekki öruggur.

..Á maður s.s. ekki að festa kaup í svona ‘einkaflugmannspakka’ eins og mig langar til þess að gera? Og með hvaða flugskóla mælið þið mest með! Það væri ekki verra ef ég fengi vönduð og góð svör með góðum rökstuðningi.

Mig langar líka til þess að læra hjá Flugsýn útaf TF-TOD gamla vél pabba.. þá, TF-ENN.<br><br>Kveðja,
yngvi