Ég vil nú bakka detrix upp og segja að þótt ég sé stjórnandi hérna, þá tel ég ekki að það að vera stjórnandi sé einhver ávísun á að greina betur hvað er málefnalegt. Ég er 150% sammála detrix í því sem ritað var að ofan, og mati hans á því hvað af því var málefnanlegt. Stjórnandi eða ekki, þá er það á endanum það sem við látum frá okkur sem dæmir okkur, og hvort fólk tekur það trúanlega sem við skrifum. Stjórnendur eiga jú að stýra umræðu að einhverju leiti, en aðeins þegar komið er á það stig að notendur eru byrjaðir að níða einstaklinga og fyrirtæki fram úr hófi. Það bannar ekki öðrum, eins og detrix að ofan, að koma með athugasemdir um það sem honum finnst viðeigandi eða ekki.