Góðan daginn -
Ég rak augun í það á textavarpinu áðan að klukkan 21:30 lendir í Keflavík flug númer POT234 frá Trenton. Klukkutíma síðar 22:30 heldur þetta flug áfram til Baku sem mig minnir að sé í Azerbaijan.
Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem ég sé flug fara frá Keflavík til Baku, og meira að segja var þetta nokkrum sinnum í viku á tímabili í vor og sumar.
Er þarna verið að flytja farþega eða einhverslags vörur? Ef einhver veit hvað verið er að flytja og afhverju í gegnum Ísland þá væri gaman að vita það.
Einnig væri fróðlegt ef einhver lumar á upplýsingum um gerð þessara flugvéla.
Ef einhver veit eitthvað þá má hann alveg hjálpa mér að komast til botns í málinu.
