Eins og þú sérð er ekki mikill áhugi fyrir þessu…
Mér hefur alltaf þótt það merkilegt hvað menn eru áhugasamir um það að fara til USA og fljúga. Ég sé fyrir mér að þetta sé einhver ævintýraþrá hjá mönnum, þeim langi að fara til framandi staða og prófa nýja hluti, að fljúga einhversstaðar annarsstaðar en á þessu litla skeri. Ég hef svo sem sagt það áður að ég tel að menn séu ekki að græða mikið á þessum tímum. Vissulega er það reynsla að fara til USA og fljúga í “bissí” loftrýmum og umferð ólíkri því sem við megum venjast hér, en til þess að prófa þetta þurfa menn ekki að fljúga 100 eða 200 tíma, til þess duga 10 eða 20 tímar.
Það hefur einnig komið fram hér að menn telji þessa ameríkutíma ekki eins verðmæta og þá tíma sem eru flognir hér. Best væri náttúrulega að spyrja starfsmannahald flugfélaganna um hvað þeim finnst, en ég geri ekki ráð fyrir því að þau kæri sig nokkuð um að deila sínu áliti með okkur hugurum :) Því miður hafa menn verið að fara til Flórída og logað tímanna sem þeir lágu á ströndinni og með því skemmt fyrir öllum þeim sem vilja virkilega hafa gagn (og gaman) af þessu. Ætli það sé ekki aðal ástæðan fyrir því að flugfélögin meti þessa tíma ekki eins verðmæta og þá sem þú flýgur hér?!
Eitt sem mér finnst menn alltaf vanmeta er kostnaðarþátturinn. Fyrir utan það að borga ferðakostnað, verður viðkomandi e.t.v. fyrir vinnutapi og í sumum tilvikinu þarf að halda heimili á tveimur stöðum í heiminum. Þetta er eitthvað sem menn þurfa að skoða mjög vel áður en þeir fara út. Ég heyrði eitt sinn af félögum sem fóru til Kaliforníu til að fljúga tveggja hreyfla vél. Þegar þeir komu út kom í ljós af hverju tíminn var svona agalega ódýr, þeir áttu báðir að fljúga og logga (það vita allir heiðarlegir loggarar að það er bannað samkvæmt íslenskum lögum). Til viðbótar við það þá máttu þeir bara fljúga vélinni meðan ekki var verið að fljúga með túrista og helst bara á kvöldin, svo máttu þeir ekki fara út fyrir fylkismörkinn. Menn þurfa því að skoða þetta virkilega vel áður en farið er af stað. Það eru t.d. engar líkur á því að þú sért að borga 6 eða 7 þúsund fyrir twin tíma án þess að eitthvað hangi á spýtunni.
En hvað sem þú gerir væri gaman að fá svar við spurningunum sem ég spurði þig að í svarinu mínu dags. 6. ágúst.
Kveðja,
deTrix