Miðað við þína pósta hér steinos, þá tel ég að þú sért enganveginn hæfur að ráðleggja mönnum hvaða skóla þeir eiga að velja, enda hefuru eitthvað á móti Flugskóla Íslands og ráð þín á allan háttt lituð. Ég tel að allir flugskólarnir hafi bæði ánægða og óánægða nemendur, en að minnast ekki á FÍ eins og þú gerðir í einhverjum korki hér um daginn er bjarnargreiði við þá sem eru sannarlega að leita sér upplýsinga.
Ég tek hatt minn ofan fyrir deTrix, sem að mig minnir að sé ekkert sérlega hrifinn af FÍ, að hann gefur þó sannarlega góð ráð, og þau eru ekki lituð, heldur bendir mönnum á að fara og skoða hlutina sjálir. Þetta er mikið heilræði og ég er algerlega sammála honum. Annað sem verðandi flugmaður á að gera, er að tala við fyrrverandi nemendur skólanna, og fá þeirra álit. Þeir sem lokið hafa námi geta ófeimnir sagt sína skoðun, en þá verða menn líka að gera það á réttan hátt; koma með + og - ásamt rökstuðningi.
Annað sem deTrix sagði sem ég tók eftir: Ekki borga neitt fyrirfram. Í þessu er mikil skynsemi, enda hafa margir lent í stappi þegar flugskólar hafa hætt rekstri og menn eiga hjá þeim stórar upphæðir (m.a. ég). En aftur á móti kemur, að ef að menn borga fyrir einhvern tímafjölda þá fá menn iðulega afslátt af tímaverði, og eins og verðin eru þá er það heldur ekkert til að slá höndinni á móti.
Lifið heil
Fresca<br><br>Kveðja
Fresca