Sæll, fyrir einkaflugmanninn þarf lítið annað en áhuga fyrir flugi, tíma til að fljúga, tíma til að læra og svo einhverja fjármögnunarleið (Landsbankinn í Loftleiðum hjálpar við það).
Fyrir atvinnuflugið eru inntökupróf hjá FÍ í STÆ og EÐL einhverstaðar úr 400 áfanga held ég, ekkert erfið próf samt (ég stúderaði eðlisfræði heima í 10 daga og náði með 8).
Það er samt engin spurning að fyrir atvinnuflugið er mun betra að hafa einhvern grunn í algebru og líf- sálfræði.
Þú getur alltaf skráð þig í kynnisflug hjá skólunum, veit ekki hvað svoleiðis kostar en það er frítt hjá Flugsýn, þeir kenna á Piper Cherokee sem eru stærri en flestar aðrar einshreyfils kennsluvélar hér og eru nokkuð skemmtilegar í flugi.
Vonandi kemur þetta og annað sem hefur verið skrifað sem svar til þín þér eitthvað að gagni.