Á heimasíðu flugmálastjórnar má sjá eftirfarandi Notam:
C-NOTAM nr. 0139/03 BIVA Vatnsnesflugvöllur skráður í AIP
Gildir frá: 24. júlí 2003 kl. 15:00
Gildir til: 25. september 2003 kl. 15:00
Nýr lendingarstaður.
Flugmálastjórn hefur skráð nýjan lendingarstað, BIVA, á Vatnsnesi í Grímsnesi, brautin er grasbraut 796 metra löng og 25 metra breið, brautarstefnur eru 03/21. Hæð brautar er 51 m.y.s.eða 167 fet. Viðmiðunarpunktur er 64°01´59,203? N og 20°39´03,709? W.
Háspennulína sem þverar Hvítá er um 1,3 km norðan við braut.
Brautin er í einkaeigu en öllum heimil afnot.
Umsjónarmaður er:
Þorsteinn Magnússon
Vatnsnesi 801 Selfoss
Símar: 4864497, 4864453, 8936568
Verður fært inn í næstu útgáfu af AIP.
Mér finnst eins og það detti út völlur í hverri einustu AIP leiðréttingu! Það er náttúrulega bull, en menn hljóta samt að sjá það að mikið hefur fækkað af völlum. Mér finnst því mjög ánægjulegt að það skuli bætast við völlur og óska eigendum vallarins farsælla flugdaga.
Kveðja,
deTrix