Baugur á 10-11 þannig að þetta dæmi gekk ekki alveg upp. En er ekki aðalmálið í þessu að Icelandair buðu sæti undir kostnaðarverði sem þeir síðan neita, segja að þeir geti vel selt sæti svona ódýrt. Þá langar mig að vita afhverju þessi ódýru sæti voru ekki í boði áður en IE kom á markaðinn. Ég tel mig vita það og það er einungis vegna þess að Icelandair er á enga vegu knúið til að bjóða upp á látt sætaverð því það hefur aldrei verið nein samkeppni. Auk þess sem það vita það allir hér að ef Icelandair hefði verið látið óáreitt þá hefðu þeir kanski náð að hrekja IE af markaðinum og síðan hækkað fargjöldin aftur. Það er aðalpunkturinn í þessu öllu saman. Lága verðið á hjá Icelandair er ekki komið til að mæta samkeppni, þeir undirbjóða (með verði sem er undir kostnaði hjá þeim) með það eina markmið að hindra nýjann aðila að komast inn á markaðinn. Afhverju geta þeir þetta…því þeir borga með af öðrum leiðum.
Fyrir mér er þetta alveg ljóst. Ég er ekki á móti samkeppni, mér fanst líka gróft af IE að væla (eins og sumir segja, allt í góðu með það) út af auglýsingastyrknum. Það er nú í lagi að fyrirtæki þurfi aðeins að sýna fram á getu sína áður en þau fara að heimta peninga. Ég er hinsvegar hlyntur rökfærslu samskeppnisstofnunar, fyrirtæki á ekki að komast upp með, í krafi markaðsráðandi stöðu sinnar, að hindra nýja aðila að komast inn á markaðinn. Það er alveg ljóst að það voru Icelandair að reyna að gera. Það eru allir hér að tala um að þetta sé engin samkeppni og Icelandair megi ekki keppa við IE. Þetta er bara bull. Það verður aldrei nein samkeppni milli eins né neins nema að aðili númer komist í fyrsta lagi inn á markaðinn. Það er fyrsta skrefið sem þarf að taka.