Að mínu mati:
CPL USA
FAA bóklegt próf - Mjög auðvelt
FAA Verklegt próf - Mjög góð kennsla / Erfið próf
FAA Munnlegt próf - Sæmilega erfitt
Til að fá vinnu í Evrópu með FAA CPL, verður þú að ganga í gegnum nánast allt bóklegt nám í Evrópu + að taka aftur verklega prófið. ( sniðug leið svo lengi sem þú tekur kennararéttindi í USA og kennir þar, þar til þú ert kominn með að minnsta kosti 1500 tíma )
CPL Evrópa
JAA Bóklegt próf - Ætti að vera B.S. Próf ( Mjög flókið )
JAA Verklegt próf - Sæmileg kennsla / Sanngjörn próf
JAA Munnlegt - Nánast ekkert (aðeins í Pre-flight)
Til að fá vinnu í Evrópu með JAA CPL þarftu að vera með 500 - 1500 tíma í flugi til að eiga möguleika á vinnu. Það er að segja, kaupa flugtíma eða gerast JAA flugkennari og vonast eftir að fá vinnu sem slíkur.
Niðurstaða:
JAA er fyrir Evrópu (N.B. EASA tekur við JAA í lok september '03)
Þú þarft flugtíma og reynslu til að fá vinnu.
FAA er fyrir USA og þú þarft flugtíma og reynslu til að fá vinnu og einnig þarftu ríkisborgara rétt í USA eða græna kortið.
Meira er að gera í flugkennslunni í USA en í Evrópu.
Auðveldara er að fá viðurkennt JAA í USA en að fá FAA viðurkennt í Evrópu.
Góð aðferð er að taka JAA CPL og fara til USA til að taka FAA flugkennara og reyna að fá vinnu, ef einhver möguleiki á þeirri leið.