FÍE hélt stjórnarfund á mánudag, í fyrsta skipti í langan tíma. Á dagskrá sumarsins verða m.a. sólstöðuflug 21.-22. júní og flugrallý 23. ágúst. Auk þess lítur út fyrir að það verði mikið að gera í flugkomum í sumar, sjá lista á www.flugheimur.is.
Einnig var ákveðið að halda næsta aðalund í byrjun september.
Það er á dagskrá að uppfæra síðuna, en fyrst er verið að vinna í félagatali og að koma út gíróseðlum.
Aðal umbunin er auðvitað að þér líður svo vel að vera með í svona frábæru félagi.
Síðan bætist við að olíufélögin þora ekki að hækka bensínið alveg jafnmkið af því að þau vilja gott samstarf við sterkt og samhuga félag og Flumálastjórn hættir að loka flugvöllum og fer að sinna þeim sem við höfum.
Í augnablikinu eru helstu fríðindin aðgangur að Félagsheimili FÍE. Þar viljum við koma á betri aðstöðu, internettengdri tölvu með flugplönunarhugbúnaði og alls konar skemmtilegheitum, en það er ekki hægt fyrr en félagsgjöldin fara að streyma inn.
Nákvæmlega! Hvernig fer ég að því að sækja um aðild að FÍE?
Ég myndi gjarnan vilja sjá félagið standa undir nafni og styrkja okkur í baráttunni fyrir áframhaldandi einkaflugi á Íslandi, en eins og málum er háttað sýnist mér ég ekki einu sinni geta sótt um aðild með góðum hætti.
Í augnablikinu er hægt að senda póst á stjorn@einkaflug.net eða mæta í FÍE heimilið á laugardagsmorgun og fylla út pappírsumsókn. Það verður vonandi ekki langt þangað til hægt verður að sækja um á vefnum.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..