Sælir flugáhugamenn (og konur!)
Skemmst er frá því að segja að ég er að vinna að uppsetningu sögusýningar og komið hefur í ljós að mig vantar ýmsar flugminjar frá 6. áratug síðustu aldar og þar í kring.
Meðal hluta á óskalistanum eru einkennisbúningur flugvélstjóra hjá Flugfélagi Íslands, líkan af DC-4 Skymaster flugvél í litum flugfélagsins frá um 1952 ásamt pappírum eins og áætlunum, loggum og auglýsingum.
Ef einhver getur hjálpað (ég veit að þetta er langsótt en er í mikilli kreppu með þetta mál) vildi ég endilega biðja viðkomandi um að senda mér skilaboð hér eða e-mail á mal3@heimsnet.is. Sömuleiðis ef þið þekkið einhvern sem gæti hjálpað að benda honum á mig. Mér dettur helst í hug að fluglíkan (módel) gæti verið til einhversstaðar og það myndi gera mikinn gæfumun að geta fengið þannig að láni.
Kærar kveðjur,
Mal3<br><br><b><b>Tilvitnun:</b><br><hr><i>Overkill just isn't enough…</i><br><hr></b>
<a href="http://thisgeeksworld.blogspot.com">Nöldrið</a> mitt er nánast dautt, en ber samt að nálgast með opnum huga.