Ég skrapp um daginn til London og ákvað að skella mér með Iceland Express! Ég hafði heyrt að þeir seldu ferðir á ódýru verði og það er góð og gild ástæða fyrir því!

1. Flugvélin var gömul og illa þrifin.

2. Þetta var kvöldflug og það var mjög þöngt um mann og þessvegna gat ég ekki sofið!

3. Það voru engar veitingar í boði! Það eina sem hægt var að fá var lítil samloka á 300 kr. og pínkulítill Doritos poki, í mesta lagi með 10 flögum sem kostaði 100 kr.

Það sem fylti svo mælin gjörsamlega var að flugfreyjan sullaði niður kóki á mig ;-(
Þetta þýðir líka léleg þjónusta!

Svo var líka maðurinn fyrir aftan mig með hnéð í stólbakinu og konan fyrir framan búin að halla sér eins langt afturábak og mögulegt var, svo að ég var gjörsamlega í kremju!
Það þýðir lélegir farþegar!


Svo að mín skoðun á Iceland Express er

1. Lélegar flugvélar

2. Léleg þjónusta

3. Lélegir farþegar

Sem þýðir náttúrulega lélegt flugvélag!



Svo að ég mæli ekki með Iceland Expres ;-(