American Airlines, stærsta flugfélag heims, rambar aftur á barmi gjaldþrots eftir að starfsmenn ákváðu að endurtaka atkvæðagreiðslu um launlækkun.
Stjórnendur félagsins fóru fram á að starfsmenn tækju á sig mikla launalækkun til að bjarga félaginu frá gjaldþroti og félög starfsmanna samþykktu það eftir atkvæðagreiðslu.
Um leið og launalækkunin hafði verið samþykkt kom í ljós að stjórnendur félagsins höfðu fengið rausnarlegan kaupauka og hagstæðan eftirlaunapakka. 2 félög hafa samþykkt að endurtaka atkvæðagreiðsluna og reiknað er með að launalækkunin verði þá felld þótt stjórnndurnir hafi afþakkað bónusinn.
Rúv greindi frá.