Ég veit ekki almenninlega á hvaða grundvelli þessir styrkir eru veittir, en telst Leifstöð vera landkynning?
Með þessu þá vil ég vísa í það þegar ég fór að sækja pabba minn upp á KEF um daginn. Hann kom með flugi frá Boston sem átti að lenda klukkan 6:30. Þeir voru hinsvegar svolítið fljótir á sér og lentu klukkan 5:51, semsagt 39 mínútum á undan áætlun.
Ég vaknaði hins vegar um nóttina og sá að staðfestur tími var kominn klukkan 5:51 á textavarpinu. Ég endurstillti því vekjaraklukkuna svo að kallinn þyrfti ekki að bíða. Hann hélt að ég hefði ekki gert ráð að vélin myndi lenta svona mikið og snemma svo að ég mátti gera svo vel að bíða eftir honum í 40 mínútur á meðan hann sötraði kaffi í Leifsstöð. Á meðan þessar 40 mínútur liðu fóru um það bil allir út sem voru á leiðinni til Íslands. Fyrstar komu áhafnirnar á vélunum (þær voru 3 frá USA þennan morgun) og síðan fóru farþegarnir smám saman að týnast út. Ég taldi þá og þeir voru nákvæmlega 34 áður en pabbi minn kom út. Hann sagði mér að það hefði enginn verið að bíða eftir töskum inni svo að ég geri ráð fyrir því að með pabba mínum hafi alls 35 farþegar farið í gegn.
757 vélar flugleiða taka allar rétt um 250 manns og pabbi sagði að sín vél hefði verið nánast full. Gerum því ráð fyrir að með þessum 3 vélum hafi alls 35 af ca. 700 manns farið út á Íslandi, restin fór með tengiflugi til Evrópu síðar um daginn.
Einnig vil ég benda á það að flestir þeirra sem fóru út á Íslandi voru Íslendingar. Þannig má segja að Icelandair séu ekki að stuðla beint að markaðssetningu Íslands með auglýsingum sýnum (að íslensku stelpu auglýsingunum undanskyldum). Þeir eru að markaðssetja sig sem þægileg stoppistöð á leið frá USA til EUR. Og þannig ná þeir betri sætanýtingu í báðar áttir. Þarna er fyrst og fremst verið að hugsa um hag fyrirtækisins heldur en þjóðarinnar, þaðan sem styrkinir koma.
Iceland Express er nýtt fyrirtæki sem ræðst hetjulega á fákeppnismarkað. Þeir eru komnir til að berjast við rótgróið flugfélag. Rótgróna flugfélagið reynir að verjast samkeppninni með því að lækka sín verð á helstu flugleiðirnar og reyna þannig að gera útaf við litla samkeppnisaðilann. Þess í stað tel ég að í stað þess að mata stóra barnið með öllum matnum finnst mér að maður eigi að mata bæði börnin jafnt svo að þau vaxi og dafni.
Að lokum vil ég koma því fram að mér að í hlutfalli við flogna tíma flugfélaganna tveggja þykir mér meiri líkur en minni á því að Iceland Express flytji fleiri farþega sem í raun koma inn í landið.
Boðskapur til samgönguráðuneytisins:
Það eru óeðlileg afskipti ríkisins ef það hvetur beint eða óbeint að fákeppni á markaði.