Held að þessi vél hafi lent þarna fyrir 1978, hugsanlega á bilinu 1970-1975. Þetta er “advanced” þristur, mig minnir að hann kallist C-117. Þeir voru m.a. notaðir til vöruflutninga fyrir herinn hér.
Ef minnið svíkur mig ekki, var þessi á leið frá KEF til Hornafjarðar með vistir fyrir hermenn á Stokksnesi (þá var ekki búið að brúa Skeiðarársand), en varð frá að hverfa vegna veðurs og snéri við til KEF. Hvort veðrið gerði þeim svo líka grikk í KEF veit ég ekki, en þeir urðu eldsneytislitlir og hálfvilltir þarna og smelltu sér á Sólheimasandinn.Af frásögn bænda að dæma bentu þeir á nálægt fell og töldu það vera Heklu.
Síðar kom flokkur hermanna, og týndu þeir allt nýtilegt af og úr vélinni,-vængi,hreyfla og þ.h.. og held ég að hún verði seint sýningarhæf annarstaðar en þar sem hún er núna.
D.A.F.