Ég þekki þetta vel. Þetta er þekkt vandamál hjá flugfólki og ef menn passa sig ekki getur það endað á aðgerð. Það versta er það að þetta geur orðið að krónísku vandamáli, því er ráðlegt að fljúga hreynlega ekki ef menn eru með kvef.
Þetta lærir maður af reynslunni, ég endaði á því að fara í aðgerð vegna þessa; hún er engin langtímalausn heldur er það bara til að létta á þrýstingnum sem byggst hefur upp inni í kinnholunum, þar þrýstist inn allskonar drulla og ógeð við þrýstingsbreytinguna.
Aðgerðin sjálf tekur ekki enma milli 5-10 mínútur og er gerð með staðdeyfingu, nál er stungið gengum nefið inn í kinnholurnar og saltvatnslausn sprautað inn til að hreynsa út.
Ekki mikið mál, sársaupalaust/lítið aðalega óþægilegt. Mér skilst að það sé verra ef ennisholurnar fyllast.
Hann Þórður Sverris augn- og fluglæknir sagði mér af einhverjum háls- nef- og eyrnalækni uppi í Glæsibæ sem hefur kynnt sér þetta varðandi flug og nef og eyrnasjúkdóma.
Man ekki í svipinn hvað hann heitir en gæti eflaust grafið það upp ef einver vill.
Kveðja
Fresca<br><br>Kveðja
Fresca