Flugvélin sem fórst var, eins og áður hefur komið fram, Avro Mk. V Anson, TF-RVL frá flugfélaginu Loftleiðum. Flugvélin var á leið frá Vestmannaeyjum til Reykjavíkur í sjónflugi. Flugmaður og allir farþegar fórust. Það liðu nokkrir dagar þar til flakið fannst, en þegar flugvélin fórst var dimm þoka á svæðinu sem ekki létti upp í marga daga, þannig að leitarskilyrði voru mjög erfið. Það var mjólkurbílsstjóri frá Selfossi sem fann vélin. Hann var að keyra mjólk til Reykjavíkur, og fann á sér að einhvað var ekki eins og það átti að vera, stoppaði bílinn, og labbaði út í þokuna og gekk beint fram á flakið. Karlgreyið náði sér aldrei eftir þá sjón sem við honum blasti, og var alltaf með sífelldar martraðir þar sem honum fannst fólkið sem var í flugvélinni vera að sækja á sig. Það kom af stað ýmsum miður skemmtilegum sögusögnum um manninn og það sem gerðist þegar hann kom að flakinu. Þetta var fyrir tíma áfallahjálpar, og skilnings á því sem kemur fyrir fólk sem kemur að ljótum slysum.
Ég gekk á slysstaðinn í kringum árið 1993 og þá var svolítið af flakinu eftir, allavega nóg til þess að sjá þarna hafði orðið flugslys fyrir langa löngu. Ég hef nokkrum sinnum flogið þarna yfir síðan og það virðist allt vera við það sama.
Til að sjá mynd af flugvélinni eins og hún leit út þegar hún fórst er hægt að fara á www.flugheimur.is Velja loftfaraskrá og finna reit sem heitir einkennisstafir og slá þar inn tf-rvl og þá ætti litmynd af flugvélinni að birtast.
kv.b17
P.S. Maggý, ef þig langar að vita meira sendur mér skilaboð á skilaboða síðunni. 'Eg er búinn að kynna mér þetta slys nokkuð vel, og ekki allt af því er einhvað sem rétt er að setja fyrir allra augu.