Á þeirri góðu síðu PPRN, sem Aesir benti okkur hérna á einu sinni, fann ég link að nokkuð athyglisverðri síðu fyrir ykkur sem ætlið að hafa atvinnu af því að fljúga í framtíðinni. Professional Pilots’ Job Network segir svo sem ekkert til um það hvort þið munið fá vinnu í framtíðinni, en þarna er hægt að sjá hversu mikið þið munuð fá í laun hjá einhverju félagið ef þið skilduð verða svo heppnir (eða óheppnir) að fá vinnu hjá því. Mig langar að biðja ykkur um að skoða hversu mikið Atlanta er að borga í laun og bera það svo saman við það sem önnur félög eru að borga… það er athyglisverð niðurstaðan á þeirri rannsókn.

Kveðja,
deTrix