Apache, nú er ég reið! “Er eðlilegt og ásættanlegt að fólk sé ráðið í gegnum klíku” og “eiga flugfélög að komast upp með þetta endalaust”????? Er eðlilegt að þeir sem eru skildir einhverjum séu í þessum bransa? Ég er alin upp við að vera í kringum flugvélar og flugmenn síðan ég fæddist, er óeðlilegt að ég hafi heillast af þessum eða er það bara “flugleiðablóðið” sem ræður ferð minni í gegnum lífið. Ég var ein af hæstu nemendunum í mínu flugnámi auk þess að vera 10 hæst á stúdentsprófi í mínum árgangi í menntaskóla. Ég tók öll amerísku flugprófin til að standa vel að vígiog flaug u.þ.b. 150 tíma á tvinn fyrir ráðningu OG ég komst í gegnum ráðningaferli Flugleiða í fyrstu tilraun!!!! Skrítið, ójá það var pabbi sem tók öll próf sem ég hef á ævinni tekið fyrir mig!
Á að refsa þeim sem “eru í klíkunni”? Getur ekki bara verið að þetta séu alveg jafn góðir flugmenn og allir aðrir, eingetnir sem tvígetnir.
Hversu slæmt getur það verið fyrir “pabbabarn” að geta farið heim, sest niður með “klikunni” sem hefur 43 ára starfsreynslu (þ.m.t. nauðlendingu á Fokker) og læra alveg óendanlega mikið af hans ferli. Er það slæmt veganesti í næstu ferðir hjá mér?
Getur ekki verið að ég búi að þessu um ókomin ár að vera “pabbastelpa” eða á bara að refsa svoleiðis fólki fyrir að “kunna ekki að fljúga”? Og þegar ég tala um að “kunna ekki að fljúga” þá er ég að tala um þína skoðun, Apache, því ég veit ekki til þess að þú þekkir mig og vitir neitt um það hvernig flugmaður ég er. Mínir atvinnurekendur hafa a.m.k. ekkert yfir mér að kvarta enn sem komið er!!!
Apache! hlakka til að fá þig í hægra sætið eftir nokkur ár!