Ég man nú eftir einhverjum sem skrifaði stundum hérna inn á flugið, hann var að skrifa frá Oxford minnir mig. Vinsamlegast gefðu þig fram. Það eru nú einhverjir búnir að fara í nám þarna, en ætli það sé nokkuð hægt að ná í þá…hmm hmm…allir komnir með vinnu. Ég man allaveganna eftir einu dæmi, þar var íslenskur strákur (að ég held) sem dúxaði hjá OA og hann fékk vinnu strax, dugnaður borgar sig.
Ætli það sé mikið af atvinnulausum Oxfordingum í gangi, Ég hef áhuga á að vita frá þeim sem hafa lært þar hvernig þeim gekk að fá vinnu og þá má kannski fylgja með hvernig þeir fjármögnuðu pakkann. ( bankinn, foreldrar, innbrot hehe, lottó, ríkur dauður frændi ect) þetta eru heljarinnar fjármunir. nóg um það, menn hljóta að eiga auðveldara með að finna vinnu eftir svona nám. Það hlýtur að vera auðveldara að fá vinnu eftir að hafa tekið intergrated námið í Oxford en klassísku leiðina á Íslandi ( F.Í. + tímasöfnum í USA + Flugkennarann + bíða og vona )
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..