Sælir flughugar -
Þannig er mál með vexti að núna er ég að fara að byrja að vinna við gerð fyrirlestrar sem á að taka 10-15 mínútur. Nemendur bekkjarins míns fengu að velja sér eitt af uppgefnum fyrirlestrarefnum af blaði og halda fyrirlestur um það efni sem þeir kusu sér. Síðan eru haldnir 2-3 fyrirlestrar á viku að meðaltali. Verkefnið sem ég valdi mér er um Airbus, saga fyrirtækisins, þróun, afurðir, stefnumál og fleira í þeim dúr.
Það sem einkenndi blaðið sem kennarinn lét okkur hafa er það að flest umræðuefnin snúast um stofnanir eins og Sameinuðu Þjóðirnar, NATO, Amnesty International, Rauða Krossinn og fleiri alþjóðlegar stofnanir. Einnig gátu nemendur valdið milli hinna ýmsu þjóðlanda Evrópu og greint frá stjórnarháttun, menningu og menntakerfi þeirra landa. Það sem einkenndi val mitt er að Airbus fyrirtækið er eina fyrirtækið á listanum.
Ég fór því að hugsa um það að finnst að Airbus er eina fyrirtækið á listanum, þá hlýtur kennarinn að vera að leita að einhverju ákveðnu um Airbus.
Mér væri mikil hjálp ef þið gætuð gefið miðlað öllum þeim upplýsingum um Airbus sem þið hafið áfram til mín, hvort sem það sé auðvelt eða ekki auðvelt að finna á netinu.
Einnig ef að þið vitið um góðar síður um þetta efni á netinu væri það mjög skemmtilegt ef þið gætið einnig miðlað þeim.
Með fyrirfram þökk,
nonnihj