Var aðeins að kíkja á heimsíður flugskólanna, þó að ég þræddi þessar síður í gegn þegar í var að velja skóla fyrir PPL fyrir 2 árum. Ég verð að segja að heimsíða Flugskóla Íslands er ÖMURLEG!!!
Flugsýn var með þokkalega síðu þegar ég skoðaði hana fyrir tveimur árum og eru þeir nú fyrir nokkru síðan búnir að endurgera hana og er hún bara þokkaleg fyrir skóla sem kennir bara fyrir PPL. Fyrir utan allar Boeing myndirnar á henni (t.d. mynd af EICAS 757-u undir upplýsingum á Sóló prófi og overhead panel undir upplýsingum um Kynnisflug) þá er hún snyrtilega sett upp og grafíkin ekki sem verst.
Flugskóli Íslands er búinn að vera með sömu heimasíðu…ja allaveganna í tvö ár ef ekki meira, hún er alls ekki grípandi síða, það er nánast engin grafík á henni, það sama búið að standa þarna vinstra megin í “áraaldir”. Svo er logo-ið ekki einu sinni á upphafssíðunni. Og þetta er skólinn sem er að kenna ATPL og að mínu mati ætti að vera með flottustu síðuna, þó að þetta sé ekki sklóli með fjarkennslu þá á heimasíða eina flugskólans sem kennir ATPL námsleiðið á landinu að vera eins konar vefsetur fyrir nemendur þess, námslega og félagslega!
Meira að segja heimasíða Flugsóla Akureyrar með fullri virðingu fyrir þeim er flottari en Flugskóla Íslands þó að minna efni sé á henni, enda þarf hún ekki að vera með eins mikið efni.
Svo má ekki gleyma heimsíðu Geirfugls, þetta er náttla sameiginleg heimasíða hlutafélagsins og flugskólans þannig að um aðeins annað mál er að ræða hérna, en hún er flott, það er ekki hægt að segja annað.
Ég skora á flughuga hérna sem vinna hjá Flugskóla Íslands að nefna þetta við stjórn skólans, kominn tími til að taka skrefið inn í 21.öldina og lífga doltið upp á etta…k'satt!