Það sem gerir þetta mál einmitt svo skemmtilegt er að ef sögurnar sem ganga á rampinum eru réttar, þá er kaupandinn enginn annar en Magnús Þorsteinsson, einn þriðji af Samson hópnum og þar með einn af aðaleigendum Landsbankans. FÍ er hlutafélag þar sem ríkið (og ríkið, það erum við) er stærsti hluthafinn. Báðir aðilar ættu að hafa vita á því að spila eftir leikreglunum.
Það virðist hins vegar ekki mega nefna þetta mál, því bara það að ýja því að einhver svon skrýpaleikur sé í gangi kallar á bláu höndina frá stjórnendum áhugamálins.
Mér skildist að vísu fyrir nokkrum vikum að Ríkisendurskoðun væri eitthvað að skoða þetta mál, en ég hef engar frekari fréttir heyrt af því.
Það hefur enginn gefið sig fram frá Flugskóla Íslands til að segja af eða á um þetta mál. Það hefur enginn getað útskýrt t.d. að það eigi að vera eitthvað samstarf um blindflugskennslu eða önnur réttmæt ástæða fyrir því að skrá vélina á Flugskólann.
Mér finnst skítalykt af þessu öllu saman, og ég held að það sé kominnn tími á að skoða hvað Flugskóli Íslands er að gera í umboði eigenda sinna, okkar.
Með kveðju,
Kristbjörn Gunnarsson - stoltur eigandi 0.2 prómilla í FÍ