Þegar ég fór að læra þá tók bóklega einkaflugmannsnámið 10 vikur í kvöldskóla og verklega námið voru 60 flugtímar, það er búið að stitta það í 45 held ég. hversu langan tíma það tekur fer eftir því hversu duglegur þú ert að bóka tíma og hversu duglegan kennara þú hefur, bóklega atvinnuflugmanns námið var svo ehhh… 2 annir minnir mig í dagskóla og um 60 flugtímar í viðbót í verklegur, svo fær maður ekki að fara í verklega prófið fyrren maður er kominn með 200 flugtíma total. það var hægt að klára þetta allt saman á einu og hálfu ári en flestir tóku sér svona tvö ár. ég held þetta hafi lítið breyst, en hafðu bara samband við flugskóla íslands og þeir geta sagt þér allt um þetta 5305100 (www.flugskoli.is)