Þá er skýrsla ensku sérfræðingana tilbúin, og nokkuð víst að nú fer allt í háaloft aftur um orsakir og ábyrgð.
Eins og flestir vita gagnrýndu aðstandendur þeirra sem létust í slysinu, mjög þá skýrslu sem RNF lét frá sér, bæði það sem þar stóð, og eins þar sem þar stóð ekki.
Skýrslan virðist staðfesta, amk að einhverju leiti því sem þeir hafa haldið fram, amk það sem ég hef heyrt um hana í fjölmiðlum.
Flugmálastjórn hefur þegar vísað niðurstöðum skýrslunar á bug, en ekki enn amk tjáð sig um einstök atriði, enda kom skýrslan út í gær. Samgöngumálaráðuneyti hefur ekki enn tjáð sig um skýrsluna, þó þeir geri það nú eflaust þegar þeir hafa kynnt sér hana.

Það sem helst hefur verið minnst á er mótorinn, en hann, skv. skýrslunni var ekki rannsakaður nægilega eftir slysið, og eins voru pappírar ekki fullnægjandi fyrir að fá lofthæfisskýrteini á vélina til að byrja með.

(þetta er eins hlutlaust og ég get haft þetta, blanda mér í umræðurnar þegar/ef þær byrja)

KV.
eggertsae