Sælir flugáhugamenn og konur
Í síðustu könnun kom það í ljós að Geirfugl er vinsælastur allra flugskóla hér á landi þ.e.a.s. ef eitthvað er að marka þessa könnun. 47% sögðust mundu vísa þeim sem þeir þekktu sem væri að hefja ppl nám til Flugskóla Geirfugls.Geirfugl er með 4 vélar til leigu, 2 C-150, 1 C-152 og 1 C-172. Geirfugl kennir einungis til ppl prófs. Geirfugl er staðsettur í fluggörðum. 33% sögðust mundu senda viðkomandi til Flugskóla Íslands. Ekki að undra að talan sé þetta lág, aðalega vegna þeirra meðferðar sem skólinn hefur fengið. Flugskóli Íslands er núna með 10 C-152, 4 C-172, 2 Beechcraft 77 Skipper og 1 Piper PA-44 Seminole. Flugskóli Íslands kennir til einkaflugmannsprófs, atvinnu, flugkennara , blindflugs og kennir einnig til MCC eða á íslensku áhafnarsamstarf. FÍ er eini skólinn á Íslandi sem kennir til atvinnuflugmannsprófs. Ekki hefur verið mikil ánægja með fÍ upp á síðkastið og þeir sem hafa skoðað huga reglulega hafa tekið eftir því að megn óánægja er með skólann. Má þar helst nefna að skólinn er sá eini sem er ríkisstyrktur. Flugskóli Íslands er staðsettur austanmeginn við völlin, í gamla flugturninum. 11% sögðust mundu senda viðkomandi til Flugskóla Helga Jónssonar. Persónulega tel ég að þar fái fólk bestu kennsluna, aðalega vegna þess að Helgi og konan hans sjá bæði um að kenna og hafa auk þess áralanga reynslu í flukennslu. Ég er ekki viss um hvaða vélar Helgi hefur uppá að bjóða en ég tel að hann hafi það sama og hinir, C-152 og C-172. Flugskóli Helga Jónssonar er staðsettur austanmegin við flugvöllin, nálægt Hótel Loftleiðum. Einungis 3% sögðust mundi vísa viðkomandi á Flugskóla Akureyrar, ég þekki ekki til kennslunar þar og get því lítið sagt um hana. Flugskóli Akureyrar hefur uppá að bjóða 2 Piper Tomahawk flugvélar. 6% sögðust mundu senda viðkomandi til flugskólans Flugsýn, flugsýn hefur uppá að bjóða 2 Piper Cherokee D PA-28-180, 2 Piper Cherokee PA-28-160 og 1 Beechcraft Skipper BE-77. Flugsýn er satðsett í fluggörðum.
Ég vona að þessi grein hjálpi eitthvað þeim sem eru að hugsa um það að skella sér í að læra að fljúga, allavega þá ætti fólk að fá einhverja yfirsýn yfir það hvað íslenskir flugskólar hafa upp á að bjóða.