Sæll “siruhaus”,
Sem einn af stjórnendum IRC rásarinnar #flug.is verð ég eiginlega að svara þessu með nokkrum orðum.
Ég veit ekki hversu kunnugur þú ert þeim reglum og hefðum sem ríkt hafa á IRC, en meginreglan er sú, að svokallað Signal to Noise Ratio (SNR), eða hlutfall áhugaverðs efnis í þeim texta sem sendur er inn skiptir talsvert miklu máli. Litir og óþarfa rusl gera ekki annað en að leiða athyglina frá því sem raunverulega skiptir máli, auk þess sem það gefur óþarflega til kynna að eitthvað sé að gerast á rásinni, þegar svo er ekki. Svokölluð “away” skilaboð eru alveg sérstaklega illa liðin, þar sem þau þjóna þeim tilgangi einum að fræða fólk á því, að viðkomandi sé /ekki/ viðstaddur. Þetta setur þá í gang einhverja liti eða önnur boð hjá öllum öðrum á rásinni, um að eitthvað sé að gerast þarna, þeir smella á það, og sjá hvað…ekki neitt. Sumsé, pirrandi. Það er ekkert að því að setja away á, það er mjög góður möguleiki í IRC, að geta stillt það inn. Hins vegar er engin sérstök nauðsyn á því að tilkynna það inn á allar rásir sem þú ert á hverju sinni.
Það er til ágætis vefsíða um þetta sem ég mæli með því að þú lesir, en hana má finna á slóðinni
http://sackheads.org/~bnaylor/spew/away_msgs.htmlVa rðandi orð þín, “og þá bara trommpaðist einn gaurinn og kikkaði mér”, þá kannast ég ekki við að neinn okkar hafi þann ofstopa í sér að “trompast” á fólk, en það er fullkomlega rétt af stjórnendum rásarinnar að víkja þeim aðilum af rásinni sem sýna andfélagslega hegðun á borð við þessa.
Kveðja,
Kristófe