– Fréttabréf Svifflugfélagsins.


Síðustu vikur hefur viðrað nokkuð vel til svifflugs. Mikið hefur
verið
flogið en þó mest kennslu- og æfingaflug.
Nokkur fjöldi nemenda hafa stundað svifflugnám og hafa tveir
þeirra flogið
sín fyrstu sóló-flug en einnig hafa nokkrir gamlir félagar okkar
endurnýjað
réttindi sín og sumir þeirra eftir áratuga hlé.


Íslandsmótið í Svifflugi - Steinþór Skúlason Íslandsmeistari.
Íslandsmótið í Svifflugi var haldið á Hellu 6. til 14. júlí.
Mótið tókst mjög vel og náðust 4 gildir keppnisdagar.
Níu keppendur tóku þátt en um 50 - 100 manns voru á
svæðinu.
Mótið var mjög spennandi og skildu fá stig að efstu
keppendur.
Nýjar reglur settu mark sitt á mótið og gátu keppendur nú í
fyrsta sinn
valið mismunandi vegalengd. GPS tæknin var notuð til að
mæla flugin bæði
tíma og vegalengd.

Úrslit.
1. sæti Steinþór Skúlason TF-SIS Lak-12 2541 stig
2. sæti Kristján Sveinbjörnsson TF-SDF Lak-12 2446
stig
3. sæti Theodór Blöndal TF-SKG Lak-12 2233 stig
4. sæti Stefán Sigurðsson TF-SPO PIK-20B 2067
stig
5. sæti Sigmundur Andrésson TF-STK LS-4b 2062
stig
6. sæti Eggert Norðdahl TF-SAG ASW-19 1689
stig
7. sæti Hafsteinn Jónasson TF-SAL LS-4 1448 stig
8. sæti Magnús I. Óskarsson TF-SAE K-6E 994 stig
9. sæti Eiríkur Jónsson TF-SBN PW-5 513 stig

Lengsta flug mótsins var 178 km þríhyrningsflug, sem
Kristján Sveinbjörnsson
flaug. Mesti hraðinn var 113 km/klst og það var Sigmundur
Andrésson sem
náði þeim hraða.
Mótsstjóri var eins og á síðustu mótum, Bragi Snædal.


Oshkosh.
Frábær hópferð á Oshkosh var farin í lok síðasta mánaðar.
Það var félagi
okkar Arngrímur Jóhannsson og Flugfélagið Atlanta sem
bauð flugáhugamönnum
til hópferðar í einni stærstu farþegaþotu heims á stærstu
flugsýningu heims.
Þessi ferð Íslendinganna vakti mikla athygli á sýningunni svo
og
flugvélarnar þrjár sem með voru.


Þakkir
Svifflugfélagið hefur átt því láni að fagna um langan tíma að
njóta
velvildar ýmissa fyrirtækja og stofnana.
Eitt þessara fyrirtækja eru Flugleiðir.
Flugleiðir hafa stutt félagið í tengslum við erlend samskipti.
Með þessum stuðningi höfum við svifflugmenn
óumdeilanlega byggt upp og eflt
flugöryggið og aukið þekkingu okkar með samskiptum við
hinar norrænu
þjóðirnar.
Við þökkum Flugleiðum sérstaklega fyrir þennan góða
stuðning og vonumst til
að geta átt áframhaldandi samskipti við svifflugheiminn með
dyggri aðstoð
þeirra.
Í staðinn munum við halda áfram að þjálfa góða flugmenn
sem sumir fara til
starfa m.a. hjá Flugleiðum.


Sigurður Benediktsson er látinn. Hann var einn af
máttarstólpum
Svifflugfélagsins um árabil og vann mikið og gott starf í þess
þágu. Útför
hans fer fram í Bústaðakirkju á mánudaginn kl.13.30.
Við vottum aðstandendum hans samúð okkar.

Með kveðju,
Kristján Sveinbjörnsson
formaður Svifflugfélagsins


Þetta fréttabréf er hugsað til fróðleiks fyrir félagsmenn,
velunnara,
áhrifamenn og aðra þá sem áhuga hafa á flugi. Það er sent á
um 400 netföng.
Þeir sem ekki vilja fá svona póst frá okkur, sendi til baka lítið
svar.