Nú er Flugskóli Íslands að fara halda 737 námskeið sem veitir tegundaráritun á 737-200/300/400/500 vélar. Það sem brennur á vörum mínum er sú spurning hvort menn hafa raunverulegan áhuga að leggja út í svona áhættufjárfestingu á þessum tímum.

Tékkurinn kostar u.þ.b 2 millur með 6 lendingum. Maður tekur þær ekki uppúr götunni bara sisvona. Þeir sem fóru á síðasta námskeið hafa ekki opnað neinar dyr ennþá, en það námskeið fór fram síðasta haust.

Það væri mjög gott ef einhverjir reynsluboltar sem eru skráðir á huga gætu deilt skoðunum sínum á þessu málefni, þ.e. hvort svona nokkuð borgi sig nokkuð. Í ljósi þess að óopinberlega er Íslandsflug hættir að ráða íslendinga á þotur sínar. Og er FÍA að sögn stór hluti ástæðunnar. Hversu mikið er að marka það, veit ég ekki.

Ég er búinn að leggja u.þ.b 3,5 milljónir í mína menntun u.þ.b. 1000 tíma og 100 á twin og er ekki tilbúinn að leggja auka 2 millur í púkkið með engin vilyrði í erminni. Einnig í ljósi þess að Flugmálastjórn og Samgönguráðuneytið dreifa fullgildingum( lesist atvinnuleyfi) eins og auglýsingabæklingum með pizzatilboðum til manna með FAA skírteini, áströlsk skírteini og argentínumanna. Þeir argentínsku voru reyndar á einhverju bóklegu hjá FÍ um daginn. Aldrei fengjum við fullgildingar á okkar skírteinum í þessum áðurnefndum löndum. Það er hins vegar annað mál.

Það sem mér finnst undarlegt er hve þetta hefur verið fyrirferðalítið í umræðunni. Þ.e. þessi útdeiling atvinnuleyfa erlendra flugmanna í hundruðum talið á meðan engar nýjar ráðningar sem er að slökkva alla möguleika fólks að fá fjárfestingu sína til baka. Ég geri ráð fyrir að flestir hér á Huga séu með CPL, allavega skv.skoðanakönnunum hér. Þetta er málefni sem skiptir okkur sem hafa útskrifast hvað mestu máli. Miklar skuldir v/náms en enga vinnu í faginu. Þetta er eitthvað sem þarf að berjast við og það strax. Enda FÍA komið í málið með lögfræðing sínum. Við sitjum ekki við sama borð og erlendir flugmenn.

Með baráttukveðju
Lowpass