Jæja, Nú erum við farnir að tala um viðkvæmasta efni flugbransans á Íslandi í dag, já og ekki bara flugbransanns heldur er þetta mál sem viðkemur allri þjóðinni. Það fyrsta er að þetta er hápólitískt mál sem Borgarstjórnin vill taka inn á sínar hendur og þess vegna vorum við borgarbúar látin taka þátt í þessari konnun um hvort flugvöllurinn ætti að fara eða vera. Í raun er það mál Samgönguráðuneytisins sem heyrir undir ríkisstjórn. Það sjá það allir að þetta er ekki bara mál Reykjavíkurbúa þar sem þetta snýst um hagsmuni landsbygðarinnar og allra íbúa stór-höfuðborgarsvæðisins líka. Þetta snýst líka um það hvort og hvernig Ísland sé tengt samgönguneti heimsins.
Þetta mál er ekki eitthvað sem flugáhugamenn eiga að horfa á í þröngu ljósi hvort það lausn sem þjónar sínu áhugamáli og landsbúar allir eiga að horfa á málið í heild þar sem hagsmunir Íslands eiga að vera í fyrirrúmi.
Ég sé málið þannig:
Ég ætla að gefa mér nokkrar staðreyndir til að byggja forsendur framtíðar Reykjavíkurflugvallar til að byrja með:
*Nú er Colin Powell varnarmálaráðherra USA farinn að tala um minnka umsvif hersins hér á landi í komandi breyttra aðstæðna í heimsmálunum. Við vitum ekki hvað það þýðir en eitt er víst að þeir minnka fjármagn sem USA dælir í vallarstarfsemina, þannig að með tímanum þarf ríkið að gera ráð fyrir viðhaldi sem ekki hefur þurft að hugsa um áður.
*Á sínum tíma þegar Bretar ætluðu að byggja flugvöll hér þá gerðu þeir miklar rannsóknir á veðurhögun á Reykjanesinu og alveg upp að Akranesi, fundu þeir út að það væri heppilegast að setja völlinn í kvosina á Skerjafirði.
*Nú er mikil umferð um Reykjanesbraut og hefur verið að vaxa á síðustu árum. Þessi umferð er í beinu sambandi við Flugvöllinn í KEF. Fólk sem er að fara í ferðalög, folk sem vinnur á vellinum og fl. Þó ég hafin engar tölur í höndunum er ég sannfærður um að 70% af umferðinni sé tengd vellinum. Nú er verið að skipuleggja framkvæmdir á Reykjanesbraut, og þær hljóma ekki upp á minna en TVÖFÖLDUN á veginum. Þessi framkvæmd hljómar upp á 5 milljarða.
*Það er rétt sem JonGretar kemur inná. Sjúkraflug er mikilvægt fyrir landsbyggðina og heilbrigðiskerfið ræður ekki að hafa þær sérhæfðu deildir sem spítalar Borgarinnar búa yfir í öllum bæjum. Þannig að það þarf að vera gott aðgengi fyrir sjúkraflug að Reykjavík.
*Ef flugvöllurinn “væri” staðsettur í KEF myndi túristabransinn leggjast vel á hliðina bæði hér í borginni og úti á landi. Túristar sem eru að eyða einhverjum peningum hér á landi er ríkir Ameríkanar, Svisslendingar og Ítalir. Þetta eru túirstar sem kaupa pakka á ferðaskrifstofum í sínu heimalandi og eru þeir mikið í dagsferðum og tveggja daga ferðum, og er þetta eftirsótt því að flugvöllurinn er staddur í REK. Einnig er auðveldara fyrir hinn almenna borgara að sækja innanlandsflugið til Reykjavíkur.
*Eins og staðan er í dag ræður Reykjvíkurflugvöllur ekki við þessa umferð er að fara um hann. Nú þegar er mikil umferð stórra flugvéla um Reykjavíkurflugvöll, flugvéla sem eru í stuttu stoppi þá sérlega milli Ameríku og Evrópu. Og væntanlega fer það aukandi.
Það er mjög tíð umferð á einkaþotum sem fara langt yfir hávaðatakmörk en er ekki sett athugasemd við. Dash 8 vélar sem eru nýkomnar úr verksmiðjununum frá Canada og er verið að ferja yfir til Evrópu. 737 frá Maersk hefur komið með áhafnaskipti á dall Danska sjóhersins og má nefna mörg önnur dæmi. En langar mig þá sérstaklega til að nefna BAE þotuna frá Atlantic Airways frá Færeyjum, en hún er ekki í léttari kantinum og þarf mjög sennilega að borga einhvern þungaskatt… Tíðni á þessum flugvélum er rendar ekki jöfn yfir alla mánuði ársins og sveiflast þá sérstaklega milli sumars og veturs. Meðal annars er Flugþjónustan farinn að leggja velum út um allan ramp sem koma til þeirra, m.a. á braut 25.
Að byggja upp flugvöll á Skerjunum í Skerjafirði bæði fyrir innan- og utanlandsflugið, ásamt allri flugþjónustu sem við bjóðum fyrir einkaþotur og þær vélar sem nýta sér Ísland sem fuelstop dest er ein besta hugmyndin að mínu mati. Það gerir borgina og landið að betri miðju í flugsamgöngum. Einnig væri hægt að gera aðstöðuna þar fullnægjandi og undistrikum það að lega vallarins væri góð, en það er nun heppilegra að stoppa við í höfuðborginni en að þurfa að ferðast 5 km til að komast í ófullnægjandi og óaðlaðandi byggðarlag eins og Reykjanesbæ. Einnig að veður og vindáttir mundu vera heppilegar.
Þetta er mjög dýrt en var reiknað út að þessi framkvæmd mundi kosta 16 milljarða.
A sleppa því að tvöfalda Reykjanesbrautina þá erum við búin að spara 5 milljarða.
Að koma bæði innan- og utanlandsfluginu á einn flugvöll sparar mikið í framkvæmdum og viðhaldi.
Kennslu og sportfluið gæti farið upp í Mosó og þyrfti þá að gera að vellinum þar… eða upp á Sandskeið.
Ég er viss um að það er fleira sem styður þessa hugmynd sem Hrafn Gunnlaugsson átti á sínum tíma en ég þarf að fara…
Kv turbulence