Þann 21 júní 2002 gerðist sá merki atburður að 4 sæta einshreyfills flugvél af Toyota gerð hóf sig til flugs, í sínu fyrsta reynsluflugi. Gekk flugið vel eftir bestu fréttum.
Ekki var skírt frá neinum tæknilegum upplýsingum um vélina né mótorinn, líklega var í henni Lexus mótor það stóð allavegna til í upphafi, en í þeirri tilkynningu sem ég sá stóð að mótorinn kæmi frá utanaðkomandi fyrirtækji sem bentir aftur á móti til þess að það sé ekki Lexus mótor þar sem Toyota á Lexus.
Þeir eru þöglir sem gröfin um þessa vél, þrátt fyrir mikla leit á netinu tókst mér ekki að finna mynd af þessari vél né neina síðu frá framleiðanda, það litla sem hefur fengist upp úr Toyota mönnum er að þeir hafi ráðið til sín sérfræðinga í flugvélasmíði frá Boeing, Raython og fleirum og að stefnan sé að gera vél sem verður hagkvæmari í rekstri og ódýrari en sambærilegarvélar t.d. C-172 og á verðmiðin á þessari vél að verða ekki mikið hærri en 50.000 dollarar og það fyrir 4 sæta vél.
Socata