Jæja turbulence, ég held að þú ættir aðeins að hlusta á svg, það sem ég hef lesið eftir hann hérna á Huga, segir mér að hann viti hvað hann er að tala um.
En svona til að koma því á hreint hvað ég var að tala um að þá ætla ég að útskýra fyrir þér smá eðlisfræði.
Eins og við vorum búnir að koma inná er Elevon sambland af Aileron og Elevator. Hvort sem við erum að tala um Aileron eða Elevator (og þá reyndar líka Elevon), þá fæst virki þeirra með breytingu á áfallshorni (Angle of Attack (AoA)) vængsins, eða lárétta stélflatarins (sem er jú líka vængur), sem aftur leiðir af sér aukningu eða minnkun í lyftikraftinum sem framleiddur er. Skoðum þetta betur: Þú beitir Elevator uppá við til (togar stýrið/pinnann að þér) þess að fá neikvæðan (eða bara minni) lyftikraft á stélflötinn, sem með sínum armi, sem snýr miðpunkti vélarinnar (Center of Gravity) þannig að vængurinn eykur áfallshorn sitt, sem verður svo til þess að vængurinn býr til meiri lyftikraft. Vélin byrjar að klifra. Vængurinn getur bara framleitt X mikinn lyftikraft (Max Coefficient of Lift), sem framleiðist við mesta áfallshorn (Max AoA). Þegar áfallshorn vængsins er meira en Max AoA ofrís vængurinn, sem þá hættir að framleiða lyftikraft, sem hlýtur að þýða að vélin geti ekki flogið lengur?!
Það sem ég nefndi hér fyrr sem ókost Elevons var að ekki er hægt að vera í max klifri og taka beygju. Ég stend við það. Ef þú ert í max klifri, þ.e.a.s. við Max AoA, getur þú ekki aukið lyftikraftinn á öðrum helming vængjarins (sem þú þarft að gera til að hann beygi), ef þú gerir það MUN hann ofrísa og líklega fara í spuna þar sem hinn helmingur vængjarins er enn fljúgandi. Þetta er ekkert stillingaratriði, þetta er bara svona.
En hvernig sem þetta er turbulence, þá langar mig að benda þér á eitt. Hér á Huga er búinn að vera leiðindamórall undanfarna mánuði og er það mál sem við erum allir að taka á. Ég sé það á þínum 24 stigum að þú ert greinilega ekki mikill Hugari. Þú hefur e.t.v. komið hérna reglulega og lesið það sem hefur verið skrifað, en greinilega lagt lítið til málanna. Ef þú hefur verið að koma hingað og lesa skrif okkar hinna að þá ættir þú að vita af ástandinu, ef ekki að þá ætla ég að biðja þig um að skoða nokkur atriði. Það fyrsta snýr að hegðun. Mitt álit (NB - mitt eigið einka álit) er að svara beri með mestu mögulegu kurteisi. Mér sýnist svg vera mjög málefnalegur, en þú ert kominn út í hálfgerð leiðindi og ónot í garð svg, án þess að hann hafi sýnilega unnið til þess. Atriði tvö er rökstuðningur. Þegar þú fullyrðir eitthvað er alltaf gott að geta rökstutt mál sitt. Svg gerir það ágætlega - þú ruglar hinsvegar saman rökstuðningi og hroka. Þriðja og síðasta atriðið. Ég vil helst losna við niðrandi tal af þessu áhugamáli og að ætla að lýsa einhverju fyrir svg eins og að hann væri 5 ára finnst mér sýna það að þín virðing fyrir honum er lítil. Hann á alla þína virðingu skilið - allavega sýnist mér það á hans skrifum að hann virði þig og þín álit.
Ég á sjálfur ófá svör hér á Huga sem eru ekki innan þeirra marka sem ég er að leggja þér til, en nú eru vonandi breittir tímar. Ég, eins og aðrir Flug-Hugarar, er að bæta mig - ég þarf ekki á svonalöguðu að halda á meðan ég geng í gegnum mín 12 skref. Ég legg til að þú biðjir svg velvirðingar á þínum skrifum, eða veljir þér annað áhugamál.
Kær kveðja,
deTrix