Nú fer að líða að verslunarmannahelginni og flestir farnir að leggja drög að því hvert skal stefna.
Flugmálafélag Íslands vill taka það fram að þó svo að við séum að fara á flugsýninguna í Oshkosh, þá verður Múlakotshátiðin engu að síður haldin.
Svæðið verður opnað á fimmtudeginum og stendur það opið til mánudagskvölds.
Ýmislegt verður í boði á hátíðinni og má þar á meðal nefna: brennu, flugeldasýningu, hoppukastala og grillveislu, kvöldvöku og gítarspil. Einnig verður margvísleg þjónusta á svæðinu, t.a.m verður þar bensínbíll og söluturn.
Tvær keppnir verða haldnar yfir helgina, lendingarkeppni og pokakast úr flugvél. Veittir verða verðlaunapeningar fyrir efstu þrjú sætin í báðum keppnum. Skráining er á staðnum.
Talstöðvartíðni á svæðinu er 118,10 Mhz. Umferðarhringur er floginn frá fljótshlíðinni.
Búast má við að margir fluggarpar leggi leið sína á staðinn og sýni listir sínar, en undanfarin ár hafa menn sýnt listflug, fallhlífarstökk, lágflug, módelflug, svifflug ofl.
Flugmálafélag Íslands vill taka það fram að allir eru velkomnir á svæðið.
Svæðisgjald er kr.1,500,- á mann og frítt fyrir börn yngri en 14 ára.
Hafir þú einhverjar spurningar, sendu þá tölvupóst á tyrfi@flugmalafelag.is