Ég vil endilega fá að heyra ykkar skoðun á þessu máli. Hvenær er maður of gamall til að hefja flugnám?
Ég ákvað að fara af vinnumarkaði og setja stefnuna á flugnám fyrir stuttu, þar sem ég er ekki með stúdentspróf fór ég í Tækniháskólann og ætla að taka þar Raungreinadeildarpróf (sem jafngildir stúdentsprófi nema það er meira af fluggreinum t.d. eðlisfræði og stærðfræði.) Ég ætla að taka flugnámið með þessu námi, þ.e. Einkaflugnámið og safna tímum þannig að maður geti farið í atvinnuflugnámið eftir útskrift af Raungreinadeild. Þá með besta mögulega undirbúning (bóklega).
En þá kemur spurningin. Ég er 27ára gamall, þannig að að ég verð að nálgast 30 þegar ég mundi klára atvinnuflugnámið. Og þá á eftir að safna tímum og og taka fleiri réttindi.
Fólk hefur verið að segja við mig að ég sé alltof gamall í þetta. Flugfélög líta á mig og ráða svo 25 ára strákinn sem er með jafnmikla menntun. Ég verði ekki valinn nema sem síðasta úrræði!
Vinir og vandamenn eru að benda manni á að ég sé nú kominn inn í THÍ og ég ætti að finna mér eitthvað nám þar sem nýtist mér í þjóðfélaginu, og ekki er minna um það núna eins og “ástandið” er í fluginu.
Spurningin er því á ég bara að gleyma þessum æskudraum og snú mér að einhverju öðru “praktískara”? Eða á ég bara gera eins og einn ættinginn segir alltaf þegar ég spyr út í þetta, “gerðu bara það sem þig langar til”!
Endilega segið mér ykkar skoðun.