Flugfélagið Jórvík sem missti flugrekstrarleyfi sitt þann 1 júní hefur fengið það aftur og þá eftir jar ops1 staðlinum. Þeir hafa þurft að loka í allan júní vegna þess að þeir voru að bíða eftir því að Flugmálastjórn færi yfir mál þeirra. Þeir segja einnig að FMS sé að ganga litlu flugfélögunum að dauða vegna þess að of miklir reglugerðafrumskógar séu. Þeir segja einnig að félagið hafi orðið fyrir verulegu tjóni vegna þess að starfsemi þeirra hefur legið niðri en keppt verður við að byggja það aftur upp. Leiguflug muni byrja aftur þann 1 júlí í skaftafelli og að meiri áhersla verði lögð á leiguflug og sjúkraflug heldur en áætlanaflug, og verður þá sérstaklega minnkað flug til eyja. Nú spyr ég, afhverju voru Jórvíkingar ekki búnir að redda sér jar flugrekstrarleyfi fyrir 1 júní svo að þeir þurftu ekki að loka í allan júní. Svo spyr ég svona rétt í lokinn þar sem hugi.is/flug er orðinn frjáls vefur hvernig gengur í málinu gegn FÍ vegna leiguflugsins sem þeir hafa verið að starfrækja án til skilinna leyfa.

davidjons